Algjört virðingarleysi við grenndargámana

Fólk hendir grasi, dýnum og heilu innréttingunum fyrir utan gámana.
Fólk hendir grasi, dýnum og heilu innréttingunum fyrir utan gámana.

Algengt er að fólk hendi grasi og alls kyns rusli við grenndargámana á Akureyri sem eingöngu eru ætlaðir fyrir endurnýtanlegt efni svo sem dagblöð og bylgjupappa. Þegar Helgi Jón Jóhannesson, starfsmaður Gámaþjónustu Norðurlands, kom að grenndargámunum við Bónus í Langholti einn morguninn blasti m.a. við honum dýna og fleira rusl sem átti ekkert erindi í gámana. Hann segir þetta mikið vandamál.

„Fólk er að láta gras og alls kyns rusl þarna fyrir framan og bara allt það sem því dettur í hug. Stundum eru þarna heilu innréttingarnar,“ segir Helgi.

 

Sumir vilja meina að þessi umgengni við grenndargámana sé afleiðing af klippikortinu sem Akureyrarbær innleiddi fyrir skemmstu sem aðgangskort að gámasvæðinu við Réttarhvamm. Fólk vilji með þessu koma sér undan því að nota klippikortið. Helgi er þó ekki sammála því.

„Þetta hefur verið viðvarandi vandamál lengi og því ekkert tengt klippikortinu.“

-þev

 

Nýjast