Einar Rafn Stefánsson, tvítugur Akureyringur, bar sigur úr býtum á alþjóðlegu vetrarleikunum Iceland Winter Games sem fram fóru í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar um helgina. Einar sigraði í flokki fullorðinna í snjóbretti en einnig var keppt í free-skiing. Um 80 erlendir keppendur tóku þátt á mótinu, sem þótti lukkast vel. Einar Rafn þykir einn fremsti snjóbrettaiðkandi landsins og verður í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Vikudags n.k. fimmtudag.