Íslandsmeistararnir nú voru þeir Jón Kristinn Þorgeirsson, Lundarskóla, sem sigraði í yngri flokki og Mikael Jóhann Karlsson, Brekkuskóla sem sigraði í þeim eldri. Landsmótið í skólaskák er í raun og veru fjölmennasta skákmót landsins. Mótahaldið byrjar í skólum þar sem sigurvegarar fá að tefla á sérstökum kjördæmamótum. Efstu menn kjördæmamótanna vinna sér svo rétt til að tefla á Landsmótinu. Á meðal þeirra sem hafa orðið Íslandsmeistarar í skólaskák í gegnum tíðina má nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson, Þröst Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Héðin Steingrímsson og Helga Áss Grétarsson.