Íbúafjöldinn á Akureyri náði 19 þúsundum þann 20. júlí sl. Eru bæjarbúar í dag alls 19.041. Samkvæmt Þjóðskrá voru íbúar bæjarins þann 1. janúar sl. 18.927 og því hefur fjölgað um 114 íbúa á þessu ári.
Ég er oft spurður um það hvort ég mundi taka að mér að vera verjandi kynferðisbrotamanns, barnaníðings eða hryðjuverkamanns sem hefði drýgt hroðaleg níðingsverk. Ég svara undantekningalaust játandi og margir verða undrandi og jafnvel hneykslaðir á svarinu.
„Líffræðin er órjúfanlegur þáttur okkar daglega lífs,“ segir Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild, aðspurð um mikilvægi líffræðinnar, kennslu og rannsóknir henni tengdar. „Fólk getur alveg reynt að leiða líffræðina hjá sér en fyrr eða síðar finnur hún okkur.“
Vel heppnað lokahóf Jökulsárhlaups var haldið í Skúlagarði í gær 1. nóvember. Þar voru flutt ávörp, veittar viðurkenningar og gestir nutu glæsilegra kaffiveitinga í boði kvenfélags Keldhverfinga.
Þessa dagana er starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga í óða önn að höggva fyrstu jólatrén og segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE að mikill hugur sé meðal verslunareigenda og fyrirtækja að vera klár með trén áður en aðventa gengur í garð.
HREYFUM OKKUR TIL GÓÐS!
Hjaltastaðir efnir til viðburðar þar sem nokkrir velunnarar Hjaltastaða mun koma fram og sameina okkur í skemmtilegri hreyfingu.Einnig mun móðir Hjalta segja nokkur orð og leiða okkur í hugleiðslu og slökun.
Það er of oft við mannfólkið sem erum veikasti hlekkurinn í svikatilraunum. Við föllum fyrir fagurgala eða vel útfærðum netsvindlum. Þá er það oft heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir það að við sitjum uppi með sárt ennið. Þetta getur verið svikasíður sem eru vandlega útbúnar sem síður þekkta fyrirtækja eða einstaklingar í vanda leita eftir fjárstuðningi, annað hvort fyrir sig, veika ættingja eða segjast vera frá stríðshrjáðum svæðum.