Íbúafjöldinn á Akureyri náði 19 þúsundum þann 20. júlí sl. Eru bæjarbúar í dag alls 19.041. Samkvæmt Þjóðskrá voru íbúar bæjarins þann 1. janúar sl. 18.927 og því hefur fjölgað um 114 íbúa á þessu ári.
Bergur Elías Ágústsson, rekstrarstjóri Hafna Norðurþings segir mikla áherslu hafa verið lagða á að bæta ásýnd og að efla ímynd og gæði þjónustu hafnanna síðasta árið
Þrjár konur á besta aldri tóku sig til á dögunum og hófu að rífa upp illgresi og snyrta til við annars fallegan göngustíg sem tengir Höfðaveg og Héðinsbraut og liggur meðfram veitingastaðnum Hlöðufelli.
Nýja húsnæðið sem Landsvirkjun reisir verður á svokallaðri fjölnýtingarlóð milli skiljustöðvar og aflstöðvar Landsvirkjunar, og mun GeoSilica fá beinan aðgang að auðlindastraumum frá jarðvarmavinnslunni.
Upphafsviðburður Kveikjunnar á vegum Driftar EA fór fram á dögunum í Messanum við Ráðhústorg á Akureyri. Þar komu saman fulltrúar ellefu fyrirtækja úr fjölbreyttum greinum atvinnulífsins og hófu formlega þátttöku sína í verkefninu.
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs.