Akureyri Handboltafélag sigraði á Eiðsmótinu í handbolta karla sem haldið var um helgina í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, en um er að ræða fjögurra liða æfingamót fyrir seinni hluta tímabilsins í N1- deildinni.
Ásamt Akureyri kepptu Haukar, Fram og Grótta á mótinu og sigruðu norðanmenn alla sían leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar. Hörður Fannar Sigþórsson var svo útnefndur maður mótsins í mótslok.