N1- deild karla í handbolta hefst á nýjan leik í kvöld eftir hlé. Akureyri Handboltafélag á erfiðan útileik fyrir höndum er liðið sækir FH heim í Kaplakrika kl. 18:30 og er leikurinn í beinni á Sporttv.is.
Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 11 stig, FH í öðru sæti en Akureyri í því þriðja, og því má búast við hörkuviðureign í Kaplakrika í kvöld.
"Við ætlum okkur að sprengja þetta upp og taka tvö stig," segir Andri Snær Stefánsson leikmaður Akureyrar um leikinn gegn FH. Ítarlegra viðtal við Andra Snæ má sjá í Vikudegi sem kemur út í dag.