22. febrúar, 2010 - 11:47
Akureyri Handboltafélag og Fram eigast við í Íþróttahöll Akureyrar í kvöld kl. 19:00 í N1- deild karla í handbolta.
Akureyri þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor, en eftir jafntefli gegn Stjörnunni
í síðasta leik er ljóst að norðanmenn mega illa við því að misstíga sig í kvöld.
Akureyri er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig en Fram er í miklu basli á botninum með einungis þrjú stig. Framarar
sýndu hins vegar með jafnteflisleiknum gegn Val á dögunum að þeir eru sýnd veiði en ekki gefinn og gæti róðurinn
orðið þungur fyrir heimamenn í kvöld.