Akureyri mætir Val í úrslitakeppninni

Eftir leiki gærkvöldsins í N1- deild karla í handbolta er ljóst að Akureyri endar í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig og mætir Val í úrslitakeppninni, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Haukar og HK eigast við í hinni rimmunni.

Úrslitakeppnin hefst fimmtudaginn 22. apríl nk. Leikið verður heima og heiman og það lið sem vinnur fyrr tvo leiki leikur til úrslita. Fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Hauka og Vals. Þar sem Haukar og Valur enduðu í efstu tveimur sætunum fá þau lið heimaleikjaréttinn, komi til þriðja leiksins.

Nýjast