Akureyri mætir Stjörnunni í Höllinni í kvöld

Akureyri Handboltafélag leikur sinn annan heimaleik á tímabilinu í kvöld þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Höllina, í 5. umferð N1- deildar karla í handbolta. "Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í kvöld eins og í öllum öðrum leikjum,” segir Jónatan Þór Magnússon fyrirliði Akureyrar um leikinn gegn Stjörnunni. Nánar er rætt við Jónatan um leikinn í kvöld, sem hefst kl. 19:00, í Vikudegi í dag.

Nýjast