10. desember, 2009 - 09:29
Í kvöld hefst 9. umferð N1- deildar karla í handbolta með tveimur leikjum og beinast flest augu að leik Akureyri Handboltafélags og Hauka
sem eigast við í Íþróttahöll Akureyrar. Fyrir leikinn munar aðeins einu stigi á liðunum en Haukar hafa 12 stig á toppi deildarinnar en
Akureyri 11 stig í þriðja sæti en með sigri í kvöld tylla norðanmenn sér á topp deildarinnar.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00 og fer forsala á miðum fram á Glerártorgi í dag milli 14:00 og 17:30.
Nánar er fjallað um leikinn í Vikudegi í dag.