Akureyri mætir Fjölni í bikarnum

Akureyri Handboltafélag dróst gegn 1. deildarliði Fjölnis þegar dregið var í 32- liða úrslit Eimskipsbikar karla í handbolta í gær. Alls tilkynntu 36 lið um þátttöku í keppninni og munu fjögur lið sitja hjá í fyrstu umferð, Valur, Haukar, Fram og ÍBV. Leikirnir í 32- liða úrslitum fara fram dagana 18. og 19. október næstkomandi.

Drátturinn lítur þannig út:

Árborg - HK
Víkingur 2 - FH
ÍR 2 - HKR
Grótta 2 - Stjarnan
Hörður - Þróttur
FH 2 - Afturelding
Afturelding 2 - Selfoss
KS - ÍR
Stjarnan 3 - Grótta
Víkingur 3 - Víkingur
Fjölnir - Akureyri
Stjarnan 2 - Haukar 2.

Nýjast