Akureyri Íslandsmeistari í öðrum flokki karla

Mynd: Þórir Tryggvason.
Mynd: Þórir Tryggvason.

Strákarnir í 2. flokki í liði Akureyrar eru Íslandsmeistarar í handknattleik eftir sigur gegn Fram, 29-28, í framlengdum úrslitaleik sem fram fór í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 24-24. Sigurmark Akureyrar kom tíu sekúndum fyrir leikslok en það var skyttan Guðmundur Hólmar Helgason sem skoraði lokamark leiksins. Bergvin Gíslason, leikmaður Akureyrar, skoraði ellefu mörk í leiknum og var valinn maður leiksins í leikslok.

Nýjast