Strákarnir í öðrum flokki Akureyrar Handboltafélags leika til úrslita gegn Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sigur á Gróttu, 27-21, í undanúrslitum á heimavelli sl. helgi. Akureyri hafði yfir í hálfleik, 14-11. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur í liði Akureyrar með sex mörk, Jón Heiðar Sigurðsson og Valþór Atli Guðrúnarsson skoruðu fimm mörk hvor og þeir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason fjögur mörk hvor. Hjá Gróttu var Þráinn Orri Jónsson markahæstur með sex mörk og Júlíus Þórir Stefánsson skoraði fimm mörk.
Úrslitaleikur Akureyrar og Fram fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn kemur kl. 15:30.