Akureyri í undanúrslit Íslandsmótsins

Strákarnir í 2. flokki Akureyrar Handboltafélags tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta með þriggja marka sigri gegn Fram í 8- liða úrslitum, 32:29, í Íþróttahúsi Síðuskóla sl. fimmtudag. Staðan í hálfleik var 17:16 fyrir Fram.

Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar með 11 mörk. Bergvin Gíslason varð fyrir því óláni að fingurbrotna í leiknum og verður ekki meira með Akureyri á tímabilinu og munar um minna.

Úrslitakeppnin fer fram um helgina í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitaleikirnir fara fram á laugardeginum þar sem Akureyri mætir ÍR, en í hinni viðureigninni mætast Haukar 1 og FH. Úrslitaleikurinn fer svo fram á sunnudeginum kl. 14:00.

Nýjast