Akureyri í undanúrslit bikarkeppninnar

Akureyri Handboltafélag er komið í undanúrslit bikarkeppninnar í 2. flokki karla í handbolta eftir fimm marka sigur gegn HK, 32:27, í Íþróttahöll Akureyrar í gær. Akureyri leiddi með einu marki í hálfleik, 14:13.

Oddur Gretarsson fór mikinn í liði heimamanna og skoraði 11 mörk í leiknum og Bjarni Jónasson kom næstur með 6 mörk.

Undanúrslitaleikirnir fara fram mánudaginn 22. febrúar næstkomandi.

Nýjast