Akureyri- HK í Höllinni í kvöld

Einn leikur fer fram í N1- deild karla í handbolta í kvöld þegar Akureyri Handboltafélag fær HK í heimsókn í Höllina. Norðanmenn eru á mikilli siglingu í deildinni og hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 4. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. HK er sæti neðar með fimm stig en hefur leikið einum leik minna. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00.

Nýjast