Akureyrarstofa styrkir verkefnið MATUR-INN 2009

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á síðasta fundi sínum styrk að upphæð 220.000 krónur til verkefnisins MATUR-INN 2009 sem haldinn var í Íþróttahöllinni nýlega. Stjórnin fagnaði því jafnframt hve vel tókst til með sýninguna að þessu sinni.  

Á fundinum var tekið fyrir erindi frá Friðriki V. Karlssyni f.h. sýningarstjórnar þar sem þess var formlega farið á leit við Akureyrarstofu að leiga að upphæð kr. 420.000 fyrir Íþróttahöllina á Akureyri vegna sýningarinnar verði styrkur Akureyrarbæjar og Akureyrastofu við verkefnið. Stjórnin gat ekki komið að fullu til móts við óskir um stuðning vegna leigu í Höllinni en samþykkti áðurnefndan styrk að upphæð kr. 220.000 til verkefnisins.

Nýjast