Í kvöld fer fram á KA-vellinum sannkallaður stórleikur í B-deild 2.flokks karla þegar KA og Þór mætast. Deildin er afar jöfn og t.a.m munar aðeins örfáum stigum á milli efsta og neðsta liðs deildarinnar, en alls eru 8 lið í henni.
Margir af leikmönnum meistaraflokka liðanna verða í eldlínunni í kvöld enda vill engin tapa Akureyrarslag og því má eiga von á því að öllu verði tjaldað.
Leikurinn hefst kl.19:00 og er eins og áður sagði á KA-vellinum.