Akureyrarbær notar moltu í stað tilbúins áburðar

Akureyri er fyrst íslenskra sveitarfélaga til að nota moltu sem áburð.
Akureyri er fyrst íslenskra sveitarfélaga til að nota moltu sem áburð.

Akureyrarbær byrjaði í gær að nota moltu til áburðargjafar í stað tilbúins áburðar, fyrst íslenskra sveitarfélaga. “Þar með erum við þá bæði vistvæn og spörum gjaldeyri,” segir Jón Birgir Gunnlaugsson fostöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ. Starfsmenn bæjarins dreifa moltunni á gras á umferðareyjum og víðar í bænum. Moltan er framleidd hjá samnefndu fyrirtæki í Eyjafjarðarsveit. Til fyrirtækisins kemur sláturúrgangur, fiskúrgangur, lífrænn heimilisúrgangur, timbur og trjákurl, pappír, gras og tað, sem er jarðgert í stöðinni. Molta endurvinnur nú nánast allan lífrænan heimilisúrgang af Eyjafjarðarsvæðinu og frá Sauðárkróki ásamt öllum sláturúrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og er þar um að ræða raunverulega endurvinnslu. Hjá fyrirtækinu eru bundnar miklar  vonir við að molta frá jarðgerðarstöðinni verði gott innlegg í ræktun á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.

 

Nýjast