Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 5. júní 2008 um að akstursíþróttasvæði
Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli
því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Um er að ræða úrskurð Umhverfisráðuneytisins varðandi stjórnsýslukæru frá Hestamannafélaginu Létti á
Akureyri vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal skuli ekki
sæta mati á umhverfisáhrifum.