Bæjarráð leggur til að reglur um úthlutun styrkja til jöfnunar á námskostnaði verði endurskoðaðar þannig að þær nýtist þeim best þeim sem mest þurfa á þeim að halda. Á fundi bæjarráðs í morgun var lagt fram erindi frá Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra á Skagaströnd og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í námsstyrkjanefnd þar sem hann meðal annars upplýsti um stöðu styrkja til jöfnunar á námskostnaði.