Áhyggjur af atvinnumálum Hríseyjar

Þrettán starfsmönnum landvinnslu Hvamms í Hrísey verður sagt upp um mánaðamótin. Hvammur er stærsta fyrirtækið í Hrísey. Bæjarráð Akureyrar fundaði í morgun.

„Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af því ótrygga atvinnuástandi sem íbúar Hríseyjar búa við. Mikilvægt er að grípa til bráðaaðgerða til að bregðast við því áfalli að Útgerðarfélagið Hvammur hafi sagt upp öllu sínu starfsfólki. Þá er afar brýnt að halda áfram markvissri vinnu til að tryggja blómlegt mannlíf í eynni til lengri tíma litið,“ segir í bókun ráðsins.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast