Áhugi á Húsavík hefur stóraukist eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út, föstudaginn 26. júní síðastliðinni. Sé rýnt nánar í tölur á Google Trends má hinsvegar sjá að áhuginn hefur aukist hvað mest á Íslandi þar sem leitað er í gríð og erg að Húsavík.
Kvikmyndin var tekin upp á Húsavík og tóku margir bæjarbúar þátt í tökunum. Þegar tölur frá Google Trends eru skoðaðar fyrir síðustu 30 daga má sjá að áhuginn á Húsavík hefur aukist mikið og náði hápunkti 28. júní. Þegar skoðað hvaðan þessi áhugi kemur er hann mestur frá Íslandi en einnig frá Möltu, Svíþjóð, Noregi og Norður Makedóníu. Mbl.is greindi frá.