Afþreying í Kjarnaskógi eykst til muna

Framkvæmdir standa yfir á nýju grill-og leiksvæði Kjarnaskógi. Mynd/Þröstur Ernir
Framkvæmdir standa yfir á nýju grill-og leiksvæði Kjarnaskógi. Mynd/Þröstur Ernir

Framkvæmdir í Kjarnaskógi við nýtt leik- og grillsvæði eru langt komnar og mun svæðið bæta úr brýnni þörf. Svæðið heitir Birkivöllur og er rétt við völundarhúsið og strandblakvellina sem Skógræktarfélag Eyfirðinga kom upp í samstarfi við Akureyrarbæ og KA. Á Birkivelli er risið grillskýli, kominn upp hluti þeirra leiktækja sem verða á vellinum og þar er einnig fjöldi forvitnilegra trjátegunda.

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir auk strandblakvalla og völundarhússins verður míní-golf á svæðinu, borðtennisaðstaða og smáboltavöllur svo eitthvað sé nefnt. Einnig verða hefðbundin leiktæki fyrir börn þarna í kring og allskyns skóglendi. Stefnt er að því að taka svæðið formlega í notkun næsta sumar.

-þev

 

Nýjast