Áframhald á samstarfi Þórs og KA við rekstur kvennadeilda

Stjórnir og starfsmenn KA og Þórs komu saman í KA-heimilinu í gær og gerðu sér glaðan dag. Þessi siður var tekinn upp á s.l ári en þá buðu Þórsarar stjórn og starfsmönnum KA til veislu í Hamri félagsheimili Þórs, sem tókst mjög vel.  

Stjórnir Þórs og KA hafa á undanförnum árum aukið samstarf sitt til mikilla muna og í dag er mikil samvinna milli framvæmdastjóra félaganna um hin ýmsu mál er varðar rekstur þessara stærstu íþróttafélaga á Akureyri. Er það mat stjórna félaganna að þessi samvinna sé af hinu góða og margir snertifletir eru á samvinnu félagana til hagsbóta fyrir allt starf þeirra. Auk þess að gæða sér á góðgætum, skrifuðu formenn félaganna, þeir Stefán Gunnlaugsson formaður KA og Sigfús Helgason formaður Þórs, undir áframhaldandi samstarfsamninga félaganna um rekstur kvennaíþrótta, þ.e. rekstur sameiginlegs úrvaldeildarliðs KA/Þórs í handbolta og úrvalsdeildarliðs Þórs/KA í knattspyrnu. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og er mikil einhugur innan stjórna félaganna að halda þessu samstarfi áfram.

Nýjast