Aflaverðmæti Vilhelms Þorsteinssonar EA rúmir 2,7 milljarðar króna

Skip Samherja hafa aflað vel á árinu sem nú er að líða. Alls hafa sjö skip félagsins veitt samtals 94.400 tonn á árinu og er aflaverðmæti þeirra samtals rúmlega 5,3 milljarðar króna. Aflahæsta skipið er Vilhelm Þorsteinsson EA, með samtals 45.000 tonn og er aflaverðmætið 2.750 milljónir króna. Þetta mun vera eitt mesta ef ekki mesta aflaverðmæti íslensks fiskiskips á árinu.  

Afli Björgvins EA var 5.200 tonn á árinu og aflaverðmætið 1.250 milljónir króna, afli Oddeyrarinnar EA var 5.300 tonn og aflaverðmætið 1.100 milljónir króna og afli Bjögúlfs EA var 5.700 tonn og aflaverðmætið 920 milljónir króna. Margrét EA var aðeins gerð út í sjö mánuði hér á landi en skipið fór til veiða í Afríku í byrjun ágúst sl. Afli skipsins á þessum tíma var 27.500 tonn og aflaverðmætið 660 milljónir króna. Aðeins er um 9 mánaða úthald að ræða hjá Snæfelli EA, sem hóf veiðar í byrjun apríl en afli skipsins á tímabilinu var 3.000 tonn og aflaverðmætið 810 milljónir króna. Þorvarður Lárusson SH veiddi alls 2.700 tonn á árinu og var aflaverðmætið 600 milljónir króna.

Nýjast