17. febrúar, 2010 - 22:28
Björgvin EA 311, frystitogari Samherja, kom til hafnar á Akureyri um kl 18.00 í dag en hann var við veiðar í norsku lögsögunni. Afli upp úr
sjó var um 590 tonn, aðallega þorskur, og er aflaverðmætið um 180 milljónir króna. Veiðiferðin tók 22 daga en Björgvin mun halda aftur
norður í höf í næstu viku.