Það er vor í lofti og þótt veðurspáin sé heldur kuldaleg fyrir páskahelgina þá eru eflaust margir sem vilja nýta dagana til að taka til í kringum sig og gera klárt fyrir sumarið. Hægt verður að koma frá sér til flokkunar alls kyns úrgangi á gámasvæði Akureyrarbæjar sem verður opið um páska sem hér segir:
Skírdagur 24. mars: Opið kl. 13-17
Föstudagurinn langi 25. mars Lokað
Laugardagurinn 26. mars Opið kl. 13–17
Páskadagur 27. mars Opið kl. 13–17
Annar í páskum 28. mars Opið kl. 13–17