"Af þessu þurfum við að læra"

"Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem ná hreinum meirihluta í kosningum  og tel ég að L-listinn hafi ekki valdið þeirri ábyrgð að fullu. Ég tel m.a. að skort hafi á samræðu um stefnu bæjarins líkt og á sér stað þegar fleiri en einn flokkur koma að meirihluta. Þá tel ég að L-listinn hafi færst of mikið í fang með að ætla að stýra öllum nefndum og stjórnum á vegum bæjarins og ekki haft þann mannauð sem til þurfti. Það kann að vera að mikið álag sé skýring á hvers vegna allir bæjarfulltrúar L-listans láta nú af störfum, fyrir utan einn sem er í fjórða sæti nýja L-listans," skrifar Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri í aðsendri grein.

"Af þessu þurfum við að læra og tel ég að við ættum að horfa til mun meiri samvinnu en verið hefur nokkru sinni í bæjarstjórn Akureyrar. Ég tel að við ættum að deila formennsku í nefndum milli allra flokka í bæjarstjórn þótt meirihlutinn hafi áfram meirihluta í nefndum. Jafnvel mætti ganga enn lengra með því að gera alla bæjarfulltrúa að formönnum nefnda og stjórna á vegum bæjarins. Það kann hins vegar að vera flóknara í útfærslu. Með þessu tel ég að samræða og samvinna í bæjarstjórn verði betri, samfélaginu til hagsbóta og við náum að virkja betur allt það góða fólk sem nær kjörí í komandi kosningum. Saman munum við takast á við verkefnið: Að gera góðan bæ betri," skrifar Guðmundur Baldvin.

 Lesa grein Guðmundar Baldvins

Nýjast