„Af sögu Norðurlands á átjándu og nítjándu öld“

Félag sagnfræðinga á Akureyri, í samvinnu við Félag um átjándu aldar fræði, gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 4. október nk. undir yfirskriftinni „Af sögu Norðurlands á átjándu og nítjándu öld."  

Rástefnan fer fram í húsakynnum Akureyrarakademíunnar í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Hún hefst kl. 13 og reiknað er með að henni ljúki ekki síðar en kl. 17.  Í kaffihléi verður boðið upp á Bragakaffi og kleinur frá Kristjánsbakaríi. Löngum hefur 18. öldin íslenska verið álitin einhver erfiðasti tími í sögu þjóðarinnar.  Vegur 18. aldarinnar hefur þó heldur aukist með seinni tíma rannsóknum og víst þykir að margt af því sem upp hefur verið skorið á 20. öldinni var sáð á þeirri 18. Ráðstefnan er öllum opin.

Dagskráin verður annars sem hér segir: Að loknu setningarávarpi Björns Vigfússonar, tilsjónarmanns Sagnfræðingafélags Akureyrar, og ávarpi Þóru Kristjánsdóttur, formanns Félags um átjándu aldar fræði verða flutt eftirtalin fimm erindi:

  • 1. Móðuharðindin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu Björn Teitsson, sagnfræðingur
  • 2. Fæðing kaupstaðar Jón Hjaltason, sagnfræðingur
  • 3. Um sagnaþætti Jón Torfason, skjalavörður

KAFFIHLÉ

  • 4. Átthagaást í norðlenskum alþýðukveðskap á nítjándu öld. Bragi Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
  • 5. Skyggnst í fáein handskrifuð þingeysk blöð. Eiríkur Þormóðsson, handritavörður

Ráðstefnustjóri verður Björn Vigfússon.  Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.  Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu.  Þau verða síðar aðgengileg   á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin.

 

                                                                 

Nýjast