Rástefnan fer fram í húsakynnum Akureyrarakademíunnar í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Hún hefst kl. 13 og reiknað er með að henni ljúki ekki síðar en kl. 17. Í kaffihléi verður boðið upp á Bragakaffi og kleinur frá Kristjánsbakaríi. Löngum hefur 18. öldin íslenska verið álitin einhver erfiðasti tími í sögu þjóðarinnar. Vegur 18. aldarinnar hefur þó heldur aukist með seinni tíma rannsóknum og víst þykir að margt af því sem upp hefur verið skorið á 20. öldinni var sáð á þeirri 18. Ráðstefnan er öllum opin.
Dagskráin verður annars sem hér segir: Að loknu setningarávarpi Björns Vigfússonar, tilsjónarmanns Sagnfræðingafélags Akureyrar, og ávarpi Þóru Kristjánsdóttur, formanns Félags um átjándu aldar fræði verða flutt eftirtalin fimm erindi:
KAFFIHLÉ
Ráðstefnustjóri verður Björn Vigfússon. Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar aðgengileg á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin.