"Af jörðu" í Mjólkurbúðinni

Halldóra Helgadótir opnar málverkasýninguna AF JÖRÐU í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna eru verkin unnin út frá áhrifum náttúru landsins.

Undanfarin ár hefur Halldóra beint sjónum sínum að því smálega í náttúrunni, stækkað það upp og sett í nýjan búning.
Viðfangsefnin eru hraun, mosi og blóm sem við lítum oft á sem illgresi en eru þó svo sterk ímynd íslenskrar náttúru. 

Sýningin opnar í dag klukkan 14:00 og stendur til 1. júní.

Nýjast