Hætta er á að Norlandair og Arctic Maintainance neyðist til að flytja starfsemi sína í burtu á næstu árum vegna aðstöðuleysis á Akureyrarflugvelli. Hjá þessum fyrirtækjum starfa rúmlega 30 manns í dag.
Fyrirtækin sóttu um lóðir við nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli fyrir um fjórum árum síðan með það fyrir augum að þær yrðu byggingarhæfar árið 2014 eða fyrir um tveimur árum. Eins og Vikudagur hefur fjallað um er nýtt flughlað á Akureyruflugvelli ekki á samgönguáætlun næstu fjögurra ára. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 28. apríl