Landsmenn hafa fjölmennt til Akureyrar síðustu daga og gert er ráð að ferðafólki eigi eftir fjölga enn frekar í dag og næstu daga. Í
Hlíðarfjalli hefur verið mjög líflegt en um helgina voru þar hátt í 2000 manns á skíðum. Skírdagur er einn af stóru
dögunum í Hlíðarfjalli og gerir starfsfólk ráð fyrir að á þriðja þúsund gestir mæti í fjallið í dag
en opið er á kl. 9-17. Veðrið í fjallinu er eins og best verður á kosið, logn, sól og 2 stiga frost.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða segir að fólki hafi farið að fjölga á skíðasvæðinu strax
sl. föstudag, mikið líf var um helgina og einnig í vikunni. Lögreglan á Akureyri hefur verið með sérstakt umferðareftirlit, stöðvað
um 1000 ökumenn og kannað ástand þeirra og ökutækja. Lögreglan mun halda áfram að fylgjast með umferðinni.