Aðgerðir til eflingar íbúa- lýðræðis á Akureyri

Á fundi stjórnsýlsunefndar Akureyrarbæjar í morgun var m.a. rætt um íbúalýðræði en í júní 2007 samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu stjórnsýslunefndar um aðgerðir til að efla íbúalýðræði í sveitarfélaginu. Um leið lýsti bæjarstjórn vilja sínum til að verða við óskum um samráð komi fram óskir a.m.k. 500 íbúa um það.  

Unnið hefur verið að því að þróa rafræna samráðsleið með því að taka ákvörðun um innleiðingu nýs skjalakerfis og skipa starfshóp til að gera tillögur um rafræna stjórnsýslu. Hópurinn hefur lagt tillögur sínar fyrir stjórnsýslunefnd en nú er beðið eftir að innleiðingu nýja skjalakerfisins ljúki áður en næstu skref verða stigin í þá átt að nota íbúagátt á netinu til að efla áhrif íbúanna á ákvarðanir bæjaryfirvalda. Á árunum 2008 til 2009 var stjórnsýslunefnd m.a. ætlað að meta reynslu af íbúalýðræði á kjörtímabilinu og gera tillögur um reglur fyrir ráðgefandi og bindandi atkvæðagreiðslur íbúa sem taka gildi á næsta kjörtímabili. Á fundinum í morgun var samþykkt að fela formanni nefndarinnar að leggja fram tillögur fyrir næsta fund.

Nýjast