Farið var yfir áætlunina og einstök markmið og verkefni rædd. Félagsmálaráð samþykkti að drög að
aðgerðaráætlun gegn ofbeldi verði send til þeirra deilda sem málið varðar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Óskað
er eftir athugasemdum við aðgerðaráætlunina fyrir 15. desember nk. Á sama fundi samþykkti félagsmálaráð styrkveitingu að
upphæð 300 þúsund krónur til Aflsins, systursamtaka Stígamóta.