Aðalsteinn sýnir í Mjólkurbúðinni

Aðalsteinn Vestmann.
Aðalsteinn Vestmann.

Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 14:00. Aðalsteinn sýnir akrýlmálverk sem hann hefur nýlega málað og auk þeirra verður hann með eina eldri teikningu og eitt olíumálverk frá námsárunum  sínum í Mynd og handíðaskóla Íslands. Olíumálverkið er módelmynd sem Aðalsteinn hefur aldrei sýnt áður og sýnir myndin samnemendur hans og kennara Björn Th. Björnsson listfræðng og skáld.

Aðrir á myndinni eru Sverrir Haraldsson, Hringur Jóhannesson og Ásta Sigurðardóttir rithöfundur sem skrifaði og myndskreytti æviminningar sínar Líf og List. 

 Málverkasýning Aðalsteins Vestmans stendur til 10. ágúst og eru allir velkomnir. Opið verður laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.

Nýjast