29. september, 2009 - 09:56
Í dag hófst á Akureyri fjögurra daga aðalfundur Samtaka strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður Atlantshafi. Þar
funda um áttatíu fulltrúar þessara þjóða en auk þess fer fram umfangsmikil björgunar- og mengunarvarnaæfing. Við Kolbeinsey verður
sviðsett alvarlegt sjóslys, þar sem stórt skemmtiferðaskip strandar.