Á námskeiðinu mun Kristján Már Magnússon, sálfræðingur hjá Reyni -ráðgjafastofu fjalla um þær breytingar sem eru að verða í þjóðfélaginu og hvaða áhrif þær geta haft á líðan fólks. Rætt verður um mismunandi viðhorf fólks til breytinga, t.d eins og að missa vinnuna eða verða fyrir tekjuskerðingu. Einnig verður rætt um aðferðir sem fólk getur notað til að auðvelda sér að takast á við slíkar breytingar.
Námskeiðið stendur frá klukkan 13 til17 miðvikudaginn 26 nóv. en skráning og nánari upplýsingar má finna á vef Háskólans, www.unak.is/simenntun