Í erindi sínu á lögfræðitorgi í Háskólanum á Akureyri á morgun þriðjudag kl. 12.00, mun Helga Hlín Hákonardóttir hdl. fara yfir þróun þessara mála. Helga Hlín er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Helga Hlín starfaði áður hjá Verðbréfaþingi Íslands, Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf. (FBA), Íslandsbanka hf., Straumi Burðarás, Fjárfestingarbankanum hf. Hún hefur sinnt kennslu til prófs í verðbréfamiðlun við HA, HÍ og HR.