Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir að ásakanir verktaka um ójafræði og ógegnsæi séu teknar alvarlega. Bæjarstjóri, formaður framkvæmdaráðs og yfirmenn framkvæmdamiðstöðvar funduðu með verktökum á fimmtudaginn.
Það var bæði gagnlegur og upplýsandi fundur. Fram komu ábendingar um ójafnræði og ógegnsæi sem við tökum að sjálfsögðu mjög alvarlega. Strax í næstu viku verða vinnubrögð við úthlutun smærri verkefna skoðuð og í framhaldinu gerðar á þeim breytingar ef þörf krefur. Skýrt skal tekið fram að öll stærri verkefni fara í útboð samkvæmt innkaupareglum Akureyrarbæjar. Við munum eiga annan fund með verktökunum fljótlega þegar við höfum skoðað öll þessi mál ofan í kjölinn og finnum á þeim lausn sem allir geta við unað, segir bæjarstjóri.