Byrjað var að moka götur í íbúahverfum á Akureyri í gær og er áætlað að mokstri ljúki að mestu í kvöld. Gunnþór Hákonarson, yfirverkstjóri hjá Akureyrarbæ, segir hlákuna hafa gert það að verkum að seinlegt hefur gengið að moka. Talsverð óánægja hefur verið á meðal bæjarbúa um að ekki hafi verið mokað í íbúahverfum fyrr.
„Það stafar helst að því að veðurspáin var slæm,“ segir Gunnþór. Hann segir að í kvöld muni flestar götur vera orðnar greiðfærar en næstu dagar munu fara í að víkka götur ennfrekar og hreinsa betur burt snjóinn.