Magnús Stefánsson barnalæknir á Akureyri er mörgum bæjarbúum kunnur eftir áratugi í starfi. Hann stendur senn á tímamótum en Magnús fagnar 80 ára afmæli sínu í byrjun næsta mánaðar. Í tilefni þess sendir hann frá sér bók á næstu dögum sem hann hefur verið með í undirbúningi í mörg ár og fjallar um sögu sjúkrahúss á Akureyri. Magnús hætti læknastörfum fyrir átta árum og segir heilsunni hafa hrakað í kjölfarið. Hann er þó hvergi banginn, er bjartsýnn á framtíðina og finnur sér alltaf að eitthvað að gera.
Vikudagur kíkti í heimsókn til Magnúsar og spjallaði við hann um tímamótin, bókina, læknastörfin og lífið. Viðtalið má nálgast í prentúgáfu blaðsins.