Á þriðja hundrað í íslenskunámi í SÍMEY

Nemendur í kennslustund. Mynd/Óskar Þór.
Nemendur í kennslustund. Mynd/Óskar Þór.

Á þessu ári hafa 226 hafið eða lokið námi í íslensku fyrir útlendinga á mismunandi stigum hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri. SÍMEY hefur boðið upp á nám í íslensku sem annað tungumál til fjölda ára en fjöldinn sem hefur sótt námskeiðin fer stigvaxandi.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru 123 sem lærðu íslensku árið 2014 samanborið við 226 árið 2018. Því er ríflega fjölgun um hundrað manns á fjórum árum. 

Nú eru fimmtán námskeið í gangi, þrettán kennd á Akureyri en tvö á Dalvík. Mörg námskeiðanna eru kennd í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg á Akureyri en einnig eru íslenskunámskeið á vinnustöðum sem viðkomandi fyrirtæki og stofnanir kosta að fullu fyrir sína starfsmenn.

Sjá má ítarlegri umfjöllun og viðtöl við nemendur og kennara í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast