Alþingi hefur samþykkt fjármagn til að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum í flughlað við Akureyrarflugvöll. Settar verða 50 milljónir í verkefnið til þess að byrja með svo hægt sé að hefja flutning á efninu sem fyrst. Áætlað er að um 160 þúsund rúmmetrar af efni úr göngunum verði nýtt í uppbyggingu flughlaðs á næstu árum. Óvíst er hvenær byrjað verður að flytja efnið. Nánar er fjallað málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev