Alls 275 atvik voru skráð á Sjúkrahúsinu á Akureyri í fyrra undir flokknum ofbeldi/átök. Flokkurinn er yfirgripsmikill og getur tengst ýmiss konar hegðun, allt frá ógnun upp í líkamlegt ofbeldi. Við nákvæma skoðun á atvikum síðasta árs er ekki dæmi um áverka á starfsfólki, þó það geti vissulega komið fyrir. Heldur er um að ræða ógnanir og hótandi hegðun frá sjúklingum, segir Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk.
Samkvæmt upplýsingum Vikudags er öryggi hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks á sjúkrahúsum afar misjafnt eftir vinnuveitendum og vinnustöðum, jafnvel innan sömu stofnunar. Hildigunnur bendir á að öryggi starfsfólks SAk sé vel tryggt.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags