Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki liggja enn upplýsingar fyrir um hvort eitthvert smitana hafi verið hér á Norðurlandi eystra. Nú eru 24 í einangrun í landsfjórðungnum, flestir á Akureyri en fækkað hefur töluvert í einangrun síðan fyrir helgi. Þá er 21 í sóttkví og fer sú tala einnig lækkandi.