Tuttugu og þrír eru smitaðir af kórónuveirunni á Akureyri. Yfirlæknir heilsugæslunnar þar segir greinilega fjölgun smita milli vikna. Tveir hafa verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri vegna veirunnar en eru útskrifaðir. Frá þessu er greint á vef Rúv. Smitum hefur fjölgað töluvert frá því í gær þegar 22 voru smitaðir á öllu Norðurlandi eystra.
Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir heilsugæslunnar á Akureyri segir í samtali við Rúv að 256 sýni hafi verið tekin á stöðinni, 22 af þeim hafa verið jákvæð eða 8,6%. Hann segir 36% smitaðra hafa verið í sóttkví við greiningu. Tvær vikur eru frá fyrsta smiti á Akureyri og Jón Torfi segir greinilegt að smitum fjölgar milli vikna. Sýnataka hafi líka farið stigvaxandi, nú séu að jafnaði tekin 20-40 sýni á dag sem sé mikið miðað við höfðatölu, þó sýnin séu færri en í Reykjavík.
Hann segir ekki ástæðu til að ætla að smit séu útbreidd í bænum en það sé alveg ljóst að ekki sé búið að finna alla smitaða, því gildi að fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis. Nemendur og starfsfólk Hlíðarskóla hefur verið sett í sóttkví eftir að starfsmaður greindist en samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ er það eini skólinn sem hefur verið lokað. Tveir hafa verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri vegna veirunnar en báðir eru útskrifaðir. Einn er inniliggjandi núna á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku.
Landsvirkjun og Landsnet hafa veitt Brunavörnum Þingeyjarsveitar styrk til kaupa á One-7 slökkvikerfi í tvær bifreiðar í eigu slökkviliðsins. Slökkvikerfið sjöfaldar slökkvimátt þess vatns sem er notað auk þess sem það dregur verulega úr mengun vegna slökkvistarfa frá því sem áður var.
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu nýverið styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið er leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.
Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot á heimili sínu var ekki alls kostar sátt við að framlag Akureyrarbæjar til Kisukots yrði ein greiðsla upp á hálfa milljón króna
Norðurorka getur að svo stöddu ekki orðið við óskum um bakhjarlastyrki eða samninga. Stjórnar- og bakhjarlastyrkir voru til umræðu á fundi stjórnar Norðurorku á dögunum þar sem farið var yfir umsóknir sem höfðu borist. Norðurorka veiti styrki til verkefna sem styðja við jákvæða þróun samfélagsins innan veitusvæðisins.
Við Íslendingar búum við gott heilbrigðiskerfi og erum flest sammála um að þar eigi jafnt yfir alla að ganga óháð til dæmis efnahag. Í flestum tilfellum þurfum við að greiða lágmarks gjöld fyrir komu á heilsugæslu og svo eru lyfin okkar líka niðurgreidd.
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur í fjarveru bæjarstjórnar samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænhól, athafnasvæði. Þar verður afmörkum 3.600 m2 lóð þar sem gert er frá fyrir að reisa allt að fimm smáhýsi fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda. Reiturinn sem um ræðir er nú opið grastún með malarbílastæði og gömlum útihúsum.
-Þarf ekki að kosta augun úr að hlaða batteríin
Eðlilega er tilhlökkun að brjóta upp hversdaginn og njóta sumarfrís með sínum nánustu. Stundum er búið að spenna upp væntingar þannig að margir upplifa vonbrigði og pirring frekar en að ná að hlaða batteríin og fylla minningarbankann af góðum og glöðum minningum.