200 pistlar um íslenskt mál

Tryggvi ásamt konu sinni Margrétu Eggertsdóttur.
Tryggvi ásamt konu sinni Margrétu Eggertsdóttur.

Tryggvi Gíslason skrifaði sinn 200. pistil um íslenskt mál í síðasta tölublað Vikudags en fyrsti pistill
Tryggva birtist í blaðinu fyrir fjórum árum, þann 20. október árið 2011. Tryggvi á sér stóran hóp lesenda sem fylgjast með skrifum hans í hverri viku.

„Gaman er að vita til þess að lesendur Vikudags fylgjast með skrifum mínum um íslenskt mál. Margir hafa samband við mig í síma eða skriflega – í tölvupósti, til þess að spyrja um mál og málfar og gera athugasemdir enda hafa margir ákveðnar skoðanir á því, hvað er gott mál og hvað er rétt mál og rangt," segir Tryggvi, en nánar er rætt við hann í prentútgáfu blaðsins.

-þev

Nýjast