Í kvöld verður svo haldin 180 manna veisla í húsinu fyrir vini og velunnara staðarins og er ljóst að miklu færri komast að í þessa veislu en vilja og eru tugir á biðlista. Þess má geta að heil flugvél mun koma með gesti úr Reykjavík en hjónin og veitingafólkið Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir hafa vakið mikla athygli fyrir stefnu sína um mat úr héraði.
Lesa má ítarlegt viðtal við Friðrik í Vikudegi sem kemur út í dag.