Samkvæmt upplýsingum frá Helenu Dejak framkæmdastjóra Ferðaskrifstofunnar Nonna, hefur markvisst verið unnið að því á undanförnum árum að kynna dagsferðir til Íslands sem áhugaverðan kost fyrir erlendum ferðaheildsölum og þá sérstaklega ferðir til Akureyrar. Eðlilega hafi áhuginn verið mestur á höfuðborginni og hefur ferðaskrifstofan verið með fjölmargar ferðir þangað auk nokkurra til Akureyrar. Helena segir að það hafi þó tekið mörg ár að sannfæra fólk um að Norðurland sé ekki síður áhugavert. Lengri flugbraut og betra aðflug á Akureyrarflugvelli hafi í raun komið Akureyri á þetta landakort.